Vika 2

Alveg dottið út úr mér að blogga, ekki lengur vön hehe. Þá er bara að venja sig á það aftur, ehaggi ha!

Well allavega það fóru heil 100gr LOL, en samt fullt af sentimetrum. Fór mest á maganum en líka hér og þar um líkamann, t.d hálsinum. I know ein klikkuð að mæla cm á hálsinum, well þegar maður er feitur eins og ég þá sést hellings munur á hálsinum og gaman að fylgjast með hvað hann mjókkar. ;) En það fór 1,5cm þar :-O Er all in all ánægð með árangur vikunar, sérstaklega ef maður tekur mið af því að ég drakk smá um helgina og borðaði grillmat og með því. Var sko á ættarmóti ;-) Átti þess vegna von á að hafa þyngst, en samt…brjóstaummálið stækkaði hmmm. Hormónatengt, fitnaði þar eða já bara var með meira loft eða spennu í lungunum/rifjunum en þegar ég mældi seinast.

Þessa vikuna þó er ég búin að vera eitthvað andlega þung og haft litla matarlyst. Borða óreglulega og sef mikið, skil ekki hvað er í gangi. Ofgert mér um helgina eða eitthvað, enda var mikið af fólki um allt. Á það til að leggjast í svona dvala eftir mikla umgengni við fólk. En nóg um það, þetta blogg er ekki um þessi vandamál ;-)

Því miður komst ég því að ég get ekki farið í ræktina hérna, amk ekki á tímum sem hentar mér. Spurning að láta crosstrainerinn duga mér. En ræktin hérna er bara opin 2x í viku 17-21, og sá tími hentar mér síst af öllum. Hef ekkert að gera allan daginn, en svo þegar allir koma heim og tími til að elda og koma börnum í svefn og allt það. Þá er þetta opið ands…..hafi það. Reyni að finna út úr þessu eitthvað. ;-)

En jæja er ap spjalla við systir mína á msn, svo adios amigos. Takk fyrir kommentin. ;-)

Gaman gaman

Jæja komið að mánudegi, 1 vika í átakinu liðin. Hún gekk bara glimrandi, losaði mig við 2,2kg. :) Húrra fyrir mér :P Sentimetramældi mig líka og losnaði við slatta af cm hér og þar. Minnst þó af fótleggjum því miður, sem þýðir að ég hef ekki losnað við mikinn vökva. Öfugt við aðra sem bölva því að stór hluti af miklum kílóamissi sé vökvi, þá þrái ég það. Því það er svo erfitt fyrir mig að losna við þennan bjúg. Er skíthrædd um að ég verði að eilífu með hann, þó ég komist í kjörþyng. :( En tek á því þegar þar að kemur.

Ég fór nokkru sinnum á crosstrainerinn minn, fór úr að hjóla 1,6km upp í 2,5km. Setti mér það mark seinast þegar ég fór á hann að fara 2,5km. Og ég náði því, þó ég væri löngu orðin of þreytt. En ég hafði upp úr því hlaupastingsseyðing allan daginn fyrir vikið. Leist ekkert of vel á það. Getur maður fengið harðsperrur í hjartað??? :O Rétt undir endan þá stoppaði ég og tók svona aftur á bak hratt, hékk á handföngunum og gólaði undan brunanum í fótunum eins og ég væri að fá bestu fullnæginu ever. Vona að það hafi engin heyrt í mér LOL En sárt var það maður djís, sjaldan verið jafnfegin að stoppa.

En að öðrum hugleiðingum. Ég sá þátt með Penn og Teller um dagin(þó ég þoli þá ekki) en það kom góður punktur fram í honum. Þar var maður sem var búin að vera í megrun fram og til baka í mörg ár, var orðin vægast sagt akfeitur. Svo loks hætti hann í megrun og þá fór hann að grennar. Góð hugleiðing!

Mér finnst það einmitt málið hjá mér. Þegar ég hætti í megrun, þá breyttist hugarfarið einhvern vegin. Núna er þetta ekki kvöð, ekki fanatík og pressa. Ekki misgóðar(eða slæmar) skyndilausnir sem leysa ekki rassgat. Svolítið skrýtin tilfinning verð ég að segja. Bara allt annað viðhorf til þess að vera of feit og þurfa og vilja léttast og verða heilbrigðari. Finnst eins og ég hafi vaknað bara. Áður fyrr var maður með alls konar afsakanir fyrir að gera ekki hlutina. Til dæmis með föt til að æfa í,kom mér ekki í að æfa af því ég hafði ekki réttu fötin og skóna.

Núna hef ég engin föt sem fyrr, nei þá fór mín bara á crosstrainerinn á nærbuxunum og bol einum fata og berfætt. ;) Glæsileg múndering ef ég má segja, var bara fegin að vera í prævasí heima við. Mæli samt ekki neitt endilega með þessu í salnum fyrir framan aðra. Er örugglega illa séð, sérstaklega þar sem maður er nú ekkert fallegur kroppur til að góna á. hehe

EN jæja komið nóg í bili, njótið vel. :) Heyrðu já gleymdi að segja að allt svona mataræðið nammi át og þannig  gekk eins og í lygasögu. Ekki eitt einasta svindl, þrátt fyrir að hafa freistingarnar útum allar trissur fyrir framan mig. Þær bara freistuðu mín ekki eða mak mjög lítið. Stóð alveg við mataræðið, fyrir utan smá tíma sem ég var heima hjá mömmu. En stóð við það eins mikið og ég gat miðað við aðstæður, tók með mér ávexti, hnetur og fræ í nesti og svona. Voða dugleg bara. :)

Takk fyrir í bili skvísur og dúds.

I´AM BAAAAAACK! :O)

Jæja sörpræs sörpræs ég er komin aftur bloggið er open for buisness. Jibbý ég ætlaði að bíða til sept með þetta en vá hvað ég hafði mikla þörf fyrir að byrja núna og ekki mínútu seinna. Var bara að bíða eftir að ég jafnaði mig eftir keisarann se var fyrir 4 vikum, og að skurðurinn lokaðist. En hann hafði opnast smá og tók lengur að gróa fyrir vikið.

Btw laumufarþeginn er yndislegur, 50cm 14 marka gullfalleg dama. Meðgangan gekk alla jafna mjög vel, fékk mjög væga meðgöngusykursýki undir endan. En þarsem ég var þá þegar búin að breyta um mataræði og alles, þá þurfti ég ekkert að hafa fyrir því að halda henni niðri. Slapp í gegnum þetta vandamálalaust og án lyfja. :O) Fékk ekkert nema hrós um almenna góða heilsu út í gegn. En endaði svo á valkeisara þarsem hún vildi bara liggja þvert skvísan.

En já annars þyngdist ég ekkert á meðgöngunni og í raun léttist ég sjálf dáldið. Á enn eftir að sjá hversu mikið en ég er komin kílói undir það sem ég var rét áður en ég var ólétt. En ég er ekki enn byrjuð á bjúglyfjunum, svo þegar hann fer að renna af þá kemur betur í ljós í hvaða þyngd ég er í raun. En þetta er allt niður á við, jubbý fyrir mér :O).

En já semsat átakið hófst formlega í dag. Mataræði og hreyfing og vá hvað það var gott að taka góðan sprett á crosstrainerinum. Held ég hafi aldrei tekið svona hressilega á á honum hehe. Var að pæla að selja hann á tímabili, en er snarlega hætt við. ‘Eg tími því alls ekki, en ég ætla samt í salinn hérna ef ég mögulega þori. Bara til að tóna vöðvana og svona. Vil vera í besta mögulega formi (líka húðin) þegar kemur að því a fara í svuntuaðgerð eftir þetta allt saman. Og lyftingar hafa góð áhrif á húðina.

En já hvað varðar bloggið sem slíkt þá ætla ég að breyta því smá. Ætla ekki að vera setja inn hvað ég borða á hverjum degi, bara svona áætlun um hvernig ég borða. Og eins sé ég til með kíló en tek út hreyfingardæmið, er komin með stílabók sem ég skrái allt svona í FYRIR SJÁLFA MIG! Því það gekk ekki upp þessi afskiptasemi í fólki, segja mér að gera svona og ekki gera svona og lalala. Eða þegar það truflast af ergelsi af því ég gekk ekki jafn hratt eða langt og því finnst ég ætti að gera. Pípúl ég er búin að léttast þetta mikið með minni aðferð, enough said!

En jæja best að fara hætta að blaðra, þarf að koma mér í sturtu og svona og í svefn áður en sponsið vaknar. Nú dugir ekki að vaka fram eftir, þarf að vakna í tíma og ótíma með sæta krílinu. ;O) Góða nótt sæta fólk gaman að vera komin aftur. Endilega kommenta :o P

Babb í bátinn

Best að ljúka þessari færslu af svo fólk geti hætt að undrast hvar ég sé.

En….
Já svo er nú komið að ég hef ákveðið að salta bloggið í bili, því er ekki endanlega lokað neitt. Bara ég má ekki lengur vera í megrun sem slíkri. Jú má hreyfa mig og borða hollt, en er hætt á reductil og má ekki taka hart á mataræðinu. Nú hugsa sennilega sumir já hún gafst upp, ég vissi að það kæmi að því. En svo er nú ekki. :O)

Málið er að ég verð víst að gæta mín og taka tillit til fleiri en sjálfrar mín, lítill laumufarþegi ákvað að setja strik í reikninginn. Og þessi litli laumufarþegi þarf sitt til að vaxa, hvernig svo sem ég er að utan. Það er ekki gott að vera í stífri megrun á meðgöngu og stranglega bannað að vera á reductil.

Mitt markmið núna næstu mánuðina er að fara ekki upp í kílóatölu. Þá er ég að léttast jafnhratt og bumban og allt það er að stækka og þyngjast. Gerði það þegar ég gekk með son minn, og var svo 10kg léttari eftir meðgöngu en ég var fyrir. Það er svona sæmilegt markmið finnst mér. Ekkert of stíft eða hættulegt, en samt gott að þyngjast ekki. Enda er ég alveg nógu þung.

En svona að lokum þá er ég búin að fara aftur í blóðprufu útaf kalíumskortinum, það er í lagi en á samt að halda áfram að taka það inn og koma aftur í blóðprufu eftir mánuð. Og ég fór í blóðprufuna viku eftir að ég hætti á reductil, og blóðþrýstingurinn var strax komin niður í 106/70 ekki það að hann hafi verið hár á reductil. Bara hærri en venjulega, og ég hafði smá áhyggjur af því að hann myndi ekki fara aftur niður í mitt normal þegar ég myndi hætta á því. Veit um stelpur sem hafa átt erfitt með að ná honum niður aftur, sumar komnar með hættulega háan þrýsting útaf reductil. En svo var líka allt blóðflögur og allt það í fínasta lagi, læknirinn var almennt mjög ánægður með tölurnar í blóðprufunni.

Jæja ég læt þetta duga í bili. Ég skila kærri kveðju til ykkra sem eruð í átaki, þykir leitt að geta ekki lengur verið með ykkur í þessu öllu. En eigilega samt ekki, er ægilega ánægð með krílið á leiðinni. Það er alveg þess virði hehe. ;O) Gangi ykkur öllum súpervel og ég þakka fyrir allan þann æðislega stuðning sem ég hef fengið hérna. Knús og kremjur á línuna.

Kveðja Veiga

Mamma sagði mér að gera þetta!

Sko blogga um smá hérna, hún hvatti mig eindregið til að sýna þetta á blogginu.

Anyway þá hérna langaði mig að hafa svona almennilega samanburðarmynd, svo að ég hafði samband við systur mína og fékk mynd frá henni. Sú mynd er tekin í sept í fyrra, en ég byrjaði að léttast í byrjun nóveða fyrir 10mánuðum. Hefur farið hægt og rólega niður í tölu, stundum mikið eina viku, og aðra viku þyngst eða staðið í stað. En var almennt ekkert að flýta mér. En vá hvað maður var ekki að taka eftir raunverulegu breytingunum á manni, og bara engin í kringum mig tekið eftir því heldur.

Verð að segja að maður var heldur betur blindur á raunverulegt ástand manns fyrir átak, vissi alveg að ég var orðin meira en lítið feit. En svona vildi ekki hugsa um það, vildi ekki takast á við það. Var ekki tilbúin….þá! En ég semsagt kroppaði þessa mynd svo að hún var andlits mynd og skeytti við aðra myndina sem ég sýndi í seinasti færslu. Og þetta er útkoman, talandi um fyrir og EFTIR myndir ha hehehehe. Ég fékk nett sjokk, sem og aðrir í kringum mig.

AÐ þetta skuli vera sama manneskja á báðum myndum! Og að þær séu báðar ég :’O Rosalega hafa 20kg mikið að segja útlitslega. Ég er enn gáttuð yfir þessu verð ég að segja, og skoða þessar myndir aftur og aftur og aftur og af…… hehe :O) Það er ekki skrýtið að maður sé komin með oggulitla hrukku á kinnina, ena hefur hún þokkalega mikið minnkað undanfarið. Mun örugglega jafn sig þegar húðin strekkist aftur og dregur sig betur saman. Ég meina bara undirhakan omg ha! Ótrúlegt þó ég segi sjálf frá. Hvernig verð ég í kjörþyngd þá hehe. Ég hlakka svo illilega til að sjá sjálfa mig lol, long time no see!

En jæja allavega að öðru, ég er semsagt alveg byrjuð á danska. En tek það bara viku fyrir viku, í þessari viku er ég á danska amk. Og gengur bara vel myndi ég segja. Ætlaði að vera voða bjartsýn og borða frosið grænmeti með að mixa það og gera súpu bara, það er vont btw. Samt er súpan í danska góð, þessi með niðursoðnu tómötunum og því. Núna bara þurrsteiki ég frosið grænmeti á pönnu og krydda með salt og gerlausum krafti frá himneskri hollustu og og nýmöluðum pipar.

Hélt ég yrði svo svöng og svona á kvöldin, myndi höndla illa að sleppa pasta og grjónum með kvöldmatnum en nei ekki enn. Verð samt pakksödd í kvöldmat, og er eiginlega bara fegin að það sé ekki meira á disknum. Einnig hef ég verið að gera með ab sheika með ávöxtum til að borða mjólkurskammtinn. Mjög gott og líka gott að borða það ekki allt saman milli hádegis og kvöldmats. Þá hef ég amk eitthvað smá eftir til að grípa í ef ég verð svöng eftir kvöldmat. Já svo er pisseríið komið á milljón hjá mér, fegin er ég vil losna sem mest af þessum helvítis bjúg sem ég er alltaf með.

Já svo breytti ég lúkkinu, hvernig finnst ykkur. Las að dökkir bakgrunnar eyða minna rafmagni, gott fyrir jörðina. Mæli með því, og bendi á að nota blackle.com í staðinn fyrir google.com. Svo er líka bara gott að breyta til, fríska upp á þetta með nýju markmiði og nýju lúkki. :O) En jæja ætla samt að fara láta gott heita, bloggaði svo mikið seinast að fólk átti erfitt með að lesa allt blaðrið í mér.

Takk súper mikið fyrir öll kommentin elskurnar mínar, þið eruð æðis. :O) Og gangi ykkur öllum vel í ykkar átökum og lífbreytingum hverjar sem þær eru. Kiss kiss:-*

Kveðja Veiga

Tveggja stafa tala!!! whooo hoooo

Loksins loksins komin í tveggja stafa tölu og markmiði eitt náð. )

Er svo súper ánægð með það, og spennt að byrja á að reyna við markmið 2. Er búin að ákveða alveg að fara á danska aftur, er búin að gera matarplan fyrir vikuna. Og splæsti á mig nýjum blandara, átti engan sko. Hann er ekkert fancy, engin Kitchen Aid en does the job. ) Ætla gera með súpur úr grænmetinu og svo ab+ávaxta sheik í kaffinu. Alltaf fundist svo erfitt að borða allt þetta grænmeti, en svo heyrði ég af einni sem gerir sér súpur úr frosnu grænmeti. Bara hitað smá stund, skellt í blandara og smá kraft með og smá vatn ef þarf. Og svo aftur í pottinn og hitað. Keypti mér líka svona hollan grænmetiskraft, alveg salt og gerlausan. Reyna að minnka salt neysluna hjá mér. Hún er kannski ekkert svo rosaleg, en bara vil það meira út.

Svo er ég eiginlega alveg laus við svimaköstin, kemur eitt og eitt. En ekkert alvarlegt, bara aðalega ef ég gleymi að taka lyfin og svoleiðis. Svo að ég get farið að nota trainerinn minn aftur whooooo hoooo. Var komin með nett samviskubit yfir að nota hann ekki. ( En ég réð því víst ekki, ef ég hafði ekki nógu mikla heilsu til að vera standa upp þá hreinlega hefði ég steinlegið ef ég hefði farið á trainerinn. Enda var púlsinn hjá mér að rjúka upp og falla niður í ekkert til skiptis. Var án djóks hrædd við að fá slag á tímabili svo illa leið mér. Svo á ég að koma aftur í blóðprufu þegar mánuður er liðin frá því ég fór seinast. Til að athuga kalíum búskapinn og eitthvað fleira. ) Vona að doksi verði ánægður með mig.

Oh eitt hundleiðilegt, var að frétta að það er ekki víst að við förum á árshátíðina sem mig er búið að vera hlakka til. Ég sem er búin að kaupa nýjan kjól og alles. Það er víst eithvað vandamál með hótel, og ef það reddast ekki þá mun engin fara héðan. Oh well líta á bjrötu hliðarnar það verður amk jólahlaðborð, ef ekki þá verður kallinn bara að bjóða mér út til að ég geti notað kjólinn hehe. ) Hérna er hann, hvernig finnst ykkur? Mér finnst hann svo flottur, væri til í að fá hann líka í stærð 14 til að geta notað hann líka þegar ég er komin í stærð 14. Kaupa 2 eins kjóla, hehe já kallinn yrði alveg örugglega ótrúlega ánægður með það eða hitt þó heldur.


Annars hef ég svona verið að pæla í hvernig ég vil vera, hverju ég stefni að. Þó ég segi einhverja tölu, þá er það ekki beinlínis talan sem ég stefni á. Heldur er það númer eitt að vera heilbrigð, ekki vera í áhættuhópi að fá hjartaáfall. Afi minn dó fyrir 60ára úr hjartaáfalli. Ég vil ekki deyja svo ung eða yngri, því ég geri mér vel grein fyrir að ég geti fengið hjartaáfall núna. Það hræðir mig að gera mér grein fyrir að þegar ég býð barninu mín og maka góða nótt og kyssi þá, að það gæti verið í síðasta sinn sem ég geri það. Gæti fengið slag í nótt og aldrei vaknað aftur. Held það sé hræðsla fyrst og fremst sem knýr mig áfram, og löngun til að fá sem mestan tíma með ástvinum mínum. Þó er ég alls ekki hrædd við að deyja, bara vil ekki deyja núna. Langar að vera hérna lengur, sjá og læra meira. Hlæja með ástvinum, og eyða góðum stundum með þeim. Sjá son minn og þau börn sem ég á kannski eftir að eiga vaxa úr grasi, vera til staðar fyrir þau þegar þau þurfa. Sjá þau verða að góðu fólki og eignast sína eigin fjölskyldu. )

En fyrir utan allt þetta þá vil ég að sjálfsögðu líða vel og líta vel út, en er ekki að sækjast í size zero. Mér persónulega finnst mjúkar en vel vaxnar konur alveg úber sexý. Svona magadansmeyja vöxtur er hot. Ena hefur mig alltaf langað til að læra magadans, og líka svona latino dansa eins og salsa. Kannski maður láti verða af því efti því sem manni líður betur. Annars finnst mér almennt gaman að dansa þótt ég sé svona þung. Gerði það stundum á tíma bili að slökkva öll ljós, setja á mig mp3 spilara og dansa í myrkrinu. Svo losandi og gott. Vitandi að engin sér mig, og hvorki sé sjálfa mig né heyri í mér. Get látið allt flakka bara. Ekki vitund meðvituð um sjálfa mig og hve kjánaleg ég er við þetta. ) Mæli með því að þið prufið þetta, gott fyrir hjarta og sál. :O)

Já svo eru komnar nýjar myndir, er ekki ánægð með þær. Er eitthvað með ljótuna þessa daga þrátt fyrir að hafa náð markmiðinu. Finnst ég oft verða óþolinmóðari og pirraðari við sjálfa mig eftir því sem gengur betur. Er kannski ekki sátt við sjálfa mig fyrir að hafa gert mér þetta. Verð víst að læra að fyrirgefa mér, og komast yfir það. Einblína frekar á það sem ég er ánægð með útlitslega og andlega, í stað þess að skammast í mér fyrir það sem ég er óánægð með. Nóg gerir ókunnugt fólk það fyrir mig. ;) Þessar myndir voru teknar seinasta laugardag, og mér finnst ég asnaleg og feitari á þeim. Myndirnar ekki í góðum gæðum og alles. En svo var ég að leika mér í gær og tók myndir í speglinum og er ánægð með þær. Svona er dagamunur á manni hehe. Þetta eru einar af myndunum sem ég tók. Verð bara að segja það mætti halda að ég hafi fengið ný og stærri augu hehe. Ég sem hef alltaf haldið fram að ég væri með svo lítil augu.

 

Já jæja  mér er orðið illt í rófunni, pæla í að hætta þessu blaðri hehe. Enda orðin þokkalega mikið, ætlaði að segja eitthvað fleira en þokan kom yfir og ég man það ekki lengur alveg sama hvað ég reyni að muna það. Ahhh god já man það núna, lol þvílíki aulinn. Ég semsagt keypti mér um daginn lífræna jómfrúar kókosolíu. Gerði það bara svona upp á funið, vissi ekki einu sinni alveg hvað ég ætlaði að gera við hana. En allavega þegar ég fór í bað seinast, þá setti ég sirka 1-2 msk í vatnið. Og húðin var yndisleg eftir það, ætla gera þetta oftar. Ég ætlaði nú í kvöld í svona dekurbað, en ætla frekar að gera það á morgun. Er alveg búin á því núna hehe. Hef ekki orku í að dunda mér við snyrtingar núna.

En eftir þetta þá varð ég sjúk í allt svona náttúruvænt. Mig hefur alltaf langað til að hætta að þvo hárið, semsagt að leyfa náttúrlega útlinu að njóta sín. Það fólk sem maður hefur séð með það allra fallegasta hár ever, er fólk sem þvær ekki hárið. Ena ekki skrýtið að hárið sé svona fallegt, enda algjörlega eiturefnalaust og náttúrulegt. Heilbrigt og eins og því er ætlað að vera. En ég bætti svo við í gær að kaupa svona steinefna kristal svitalyktareyði, á kristalstein og fíla hann bara gallin að það þarf að bleyta hann fyrir notkun.  En þetta var eins og kristallinn, nema vökvi í spreybrúsa. Inniheldur engin eiturefni eða aluminum sem er ógeð. Algjörlega lyktarlaus og allt, þoli ekki þessi krem sem gerir bletti í föt.

Og svo er ég núna húkt á öllu svona, hef áður fengið svona æði. Er mikið hrifnari af svona náttúrulegu, bara of löt við að náttúruvænast alveg. Svo gott líak fyrir mann, ekki vera troða ógeði í og á líkaman. Er einmitt svo hrifin af þessu *ekki setja neitt á húðina-sem þú myndir ekki setja ofan í þig* Reyndar þá setjum við því miður alltof mikið af ógeði og gerviefnum ofan í okkur sem við ættum ekki að vera að gera. En því miður er mannkynið komið í einskonar vítahring með þssi mál, og hvort kemur fyrst eggið eða hænan.

Svo er ég líka mjög hrifin af náttúrlegum lausnum við veikindum, hver þekkir ekki sólhatt og kjúklingasúpu hehehe. Við erum alltof rög við að hlusta á líkamann og leyfa honum að vinna sína vinnu. Að sjálfsögðu að nota hefðbundnar læknirnar líka, en kannski þyrfti minna f því ef við værum ekki svona fljót að grípa í það. Sá sem unglingur bók um íslenskar lækningajurtir, og síðan þá hefég verið viðalega skotin í öllu svona. Og alltaf langað í þessa bók og athuga relgulega hvort hún sé til í bókabúðum, en hef ekki enn verið svo heppin. Hún er semsagt með myndum og lýsingum á öllum íslenskum jurtum sem henta til lækninga, og hvernig maður týnir og verkar þær og hvar maður týnir þær helst. Og svo uppskriftir hvernig maður notar þær og í hvað. Æðisleg bók og ef einhver á hana og langar að gefa mér hana þá mun ég þiggja hana með mikilli ánægju og þakklæti.

Ok omg fólk verður heilt kvöld að lesa þessa romsu mín svo ég læt staðar numið hér og nú, gooood hvað ég tala stundum mikið…eða alltaf *fliss*

Vil endilega þakka sérstaklega þeim sem hafa stutt mig, og takk allar bler konur…þið eruð æðis. ) Endilega kommenta allir sem vilja, svo gaman að lesa kommentin ykkar. )

Takk fyrir

Veiga

*roðn*

Já já sæl öll sömul. Svo fór mikið fyrir loforð um bloggerí *roðn*. Hugsa alltaf já blogga í kvöld, en svo gleymi ég því og er orðin alltof þreytt og alltof seint svo ég hugsa á morgun. En alltaf saman sagan aftur og aftur. Ég er alveg merkileg gleymin, enda sér kærastinn minn um þvottinn á þessu heimili vegna þess. Ég annars enda á að þvo sama þvottinn 3x í röð án þess að taka hann úr vélinni á milli. Alveg algjör rati þegar kemur að svona.

En já svona að fréttum, ég er búin að vera ‘’veik'’ undanfarið og hef þaraf leiðandi ekki notað crosstrainerinn mikið. Enda hefði það endað í slysi og jafnvel beinbrotum hefði ég reynt. Er nefnilega búin að vera með svakalegan svima undanfarið. Bara sortnar fyrir augum ef ég stend upp eða beygi mig. Svo maður getur rétt ímyndað sér hefði égfarið að leika mér eitthvað á crosstrainerinum. Og púlsin hjá mér allur í rugli, rjúkandi upp og svo fallandi niður í ekki neitt neitt til skiptis.

Well ég fór til læknis í gær, og hann skoðaði mig í bak og fyrir. Well amk gott að blóðþrýstingurinn hjá mér er fínn, og hjarta og lungu líka amk miðað við hlustun. En aftur á móti var púlsinn í 100 í hvíld. Svo að hann sendi mig í blóðprufu líka og í ljós kom kalíum skortur. Og hann kemur vegna lyfjana, og þá eiginlega útaf bjúglyfjunum. Hef samt verið á þeim áður og það á 3x stærri skammt en núna. En útaf reductilinu þá virðist hafa orðið einhver milliverkun sem ollu þessu. Hann bara ávísa á kaleroid kalíum töflur sem ég á að taka til að bæta upp skortinn. Það mun taka mig smá tíma að vinna hann upp svo að ég er enn með svima, þó svo hann er ekki alveg jafn slæmur og jafn oft og hann var. Svo að ég verð að bíða aðeins lengur með að fara á tækið.

En burt séð frá því þá gengur bara vel. Er svona að pæla í að fara í danska aftur eða amk líkara danska. Svona til að breyta aðeins um og kicka þessu aðeins upp. Finnst ég vera erfiðleikum með að léttast, en þó gæti það verið að hluta til vegna skortsins. Líkamin að mótmæla as usual. Var ekkert að skilja afhverju ég væri allt í einu að léttast svona lítið í seinustu viku. Ég get svo svarið það þessi líkami minn really has his own ideas about things. Hreinlega neyðir mig til að fara rétt að þessu. Afhverju gat hann ekki verið svona þegar maður var að fitna, mótmæla þegar honum fannst vera komið nóg. Eða kannski gerði hann það en ég ekki hlustað, who knows hehe. :)

Ég er einmitt að reyna koma grænmeti meira inn í matinn, svona eins og í danska. Í kvöldmat fékk ég mér til dæmis engin hrísgrjón eða neitt með matnum. Heldur steikti ég smá frosið grænmeti, svona wok blöndu. Það var mjög fínt með matnum. Gerði bara sér fyrir mig, útaf þeir hérna vilja ekki svona mikið magn af grænmeti með matnum. Pakkaði því svo bara inn í álpappír til að halda heitu þartil hitt var tilbúið. Eldaði kjúllalundir í hnetu satay sósu, veit að þetta er engin hollustu sósa þannig. En ég þarf að muna ég má ekki skera fitu of mikið niður, svo ég fari ekki að þorna. Það var reyndar smávegis af babycorn í grænmetinu en mér fannst það allt í lagi svona meðan maður er að byrja. Svo var heldur ekki til neitt annað grænmeti nema gúrka.

Hehe já ég gleymdi, ég fékk mér snakk um helgina. Og það var samkvæmt læknisráði hehe, hef nú ekki lent í því áður. En það var bara smá til að fá eitthvað salt. Eins og maður gat nú alveg borðað slatta áður þá hefur maður ekki mikið þol núna. Er ansi fljót að fá ógeð, sama með allt sætt eins og nammi og þannig. Ekki það að ég borðaði mikið af nammi áður hehe. En núna þá fær maður alveg klígju eftir 2 stk af remi. Alltof sætt fyrir minn smekk. En wel ég er að fara á djammmið næstu helgi, ljósanótt maður. Veit samt ekki alveg hvort ég muni drekka, fer eftir heilsu. Fer ekki að drekka ef ég verð enn með smá svima. Legg ekki í það, drykkja er ekki svo mikið must hjá mér að ég get ekki sleppt því þegar maður er veikur.

En jæja best að hvíla sig í bili, og láta þetta nægja. Hef nóg að blogga seinna, er alveg að skríða yfir múrinn. Eftir það verður næsta markmið 85kg, og vil helst ná því fyrir árshátíðina í haust. Vona að ég nái því, hef fulla trú á að ég geti það nenni ég að leggja nógu hart á mig. En eins og ég hef sagt áður, þá er þetta maraþon sem ég er að þreyta ekki spretthlaup. Ekki sniðugt að pressa of mikið á mig og springa á limminu. Frekar vil ég léttast hægar og taka lengri tíma í þetta, ef ég næ frekar að komast í kjörþyngd þannig. Óþolinmæði borgar sig ekki þegar maður þarf að léttast svona mikið. Og já það var eins sem spurði hvað ég þyrfti að léttast mikið. Well upphaflega þurfti ég að léttast um 70kg miðað við meðal kjörþyngd., á eftir 45kg til að komast í efri mörk kjörþyngdar og 50kg til að komast í meðalkjörþyngd sem er loka markmiðið. En ég kýs að hugsa ekki of mikið um það, það er auðveldara að sigra hólinn heldur en fjallið.

Jæja komið nóg af blaðri. Gangi ykkur öllum vel sem eru í átaki, vona að þið hafið notið góðs af þessu bloggi. :)

Kveðja Veiga.

Stutt var það heillin :)

Já það verður stutt blogg í kvöld, bakið alls ekki upp á sitt besta. Og það er ekki þægilegt að pikka lengi í einu þegar það er þannig. Fór allt í mínus í fyrrinótt, sko hvað varðar boddíið. En sko mataræðið er alveg í lagi og allt, en líður að öðru leyti eins og einhver hafi sparkað hressilega í mig hér og þar.

En já gleymi alltaf að segja, ég mun sennilega ekki blogga á hverjum degi eins og ég gerði áður. Því ég hef einfaldlega ekki alltaf eitthvað að segja. Hálf vandræðanleg þögn einhvern vegin stundum þegar maður er að reyna pikka eitthvað niður. :)

Annars er ég með þokkalegar harðsperrur í kálfunum, hef greinilega tekið vel á í crosstrainerinum hehe.  Finn mikið betur fyrir smá tía í honum en smátía útað labba. Tekur betur á einhvern vegin. Erfitt að útskýra svosem. En ég allavega dýrka það.Væri alveg til í að eignast svona nettan bekk líka og lóð. Svona bekk sem ég get hallað aðeins bakinu á, svona eins og er alltaf hjá lóðunum á líkamsræktarstöðvum.

Er dáldið oft hálf flökurt orðið þegar ég ætla að borða, eða svona velgja eða eitthvað. Erfitt að koma munn bitunum niður. Greinilega að finna smá aukaverkun af sterkari skammti.

Oh well er aðeins busy í smá spjalli svo ég ætla bara að enda þetta hér og bjóða góða nótt.

Kveðja Veiga.

Ég er hérna enn…

Var bara soldið bissí. Fór til keflavíkur í gær og kom ekki heim fyrr en kl.1 í nótt. Voru að sækja í fólk í flug, ásamt því að kíkja í heimsókn til foreldra minna í Garðinum. Voða gaman, takk fyrir okkur og allt það. ;)

En já verð að segja að ég er svo stolt af mér. Er búin að vera mjög samviskusöm að nota crosstrainerinn minn, er búin að sverja að hann verði ekki notaður sem fata standur. Bara no way, svo ég er búin að fara á hann á hverjum degi síðan ég fékk hann. Kom hingað seinni part þriðjudags, og notaði hann í fyrsta sinn fyrir alvöru á miðvikudagmorgunn.

Og þegar ég notaði hann þá, þá var ég með stillt á erfiðleikastig 1 og ég var að deyja. Ég var eins og friggin lungnaþembusjúklingur, lafmóð og skjálfandi og alles. Og entist heilar 5 mínútur, með því að stoppa 3-4 sinnum á meðan bara til að ná andanum. Fór svo af, skjálfandi og mátlaus og alveg búin á því. Og var að drepat í bakinu á eftir. Já það tekur á að hreyfa það sem hefur ekki verið hreyft af viti í langan tíma. Allt og stirrt og ryðgað. En lifir enn í gömlum glæðum..

Og viti menn bara síðan á miðviku dag. Er ég farin úr þessu hundlélega, yfir í að hafa still á erfiðleikastigi 5 og er í 15mínútur. Og líður allt í lagi í bakinu. Kannski ekkert frábærlega, en þarf ekki að bryðja verkjatöflur til að geta andað. Tekur vel á svitna eins og ég veit ekki hvað. 15mín hljóma kannski ekki fyrir að vera mikið, en að bera 50kg aukalega fær mann sko til að svitna vel. Það bókstaflega dropar af manni þratt fyrir stuttan tímann. Og ég er viss um að ég verð komin með nóg þol til að endast í 30-60 mín á nó time. :)

En að öðru. Já ég var búin að segja að ég finndi ekki mikið fyrir verkun af reductilinu. Oh well það var að kikka inn um helgina. Úff þarf ko ekkert til að verða södd núna. Svo aftur á móti hef ég ekki hugmynd hversu mikið það er að virka á brennsluna núna. En ok fyrst doksi vill þá mun ég halda áfram á þessu. Já btw ég var spurð hvaða styrkleika ég er á, ég er núna á stærri, semsagt 15mg. :)

Svo finnst mér verkunin af bjúglyfinu hafa minnkað, en ætla halda áfram að reyna áður en ég hringi í doktorinn. Ef það virkar ekki þá fá að taka stærri skammt. Er á minnsta núna. Var í hæla skóm í gær, og fékk þokkalegan bjúg af því. Leiðindarbjúgur vildi að ég gæti losnað auðveldar við hann. Ég bara skil þetta ekki, og ekki borða ég salt mikinn mat. SKilst að þetta getur verið samt einkenni vegna veikindana. Skýrir margt..

En annars þá verð ég að segja að ég finn fyrir miklu hmmm hvað skal segja ‘’stolti'’ eða heiður, æji veit hvað ég er að reyna segja. En semsagt útaf hve mjög margir hafa fundið styrk í blogginu mínu, og jafnvel margir sem hafa farið í átak vegna þess. Peppast upp við það. :) Er svo mjög ánægð fyrir ykkar hönd, til hamingju öll þið í átaki. Vona svo innilega ykkar vegna að þið náið ykkar markmiðum.

Var einmitt að pæla í því í gær hvað ég veit um og þekki marga sem hafa verið tugum kílóa of þungir, og hafa náð miklu af sér og meira að segja margir komnir í kjörþyngd. Er svo stolt af þeim öllum. Og finnst einmitt sjálfri svo gaman að heyra success sögur, og sjá fyrir og eftir myndir er geggjað. Það er svo gaman að sjá fólk sem hefur náð að snúa við blaðinu. Finnst þessi offitufaraldur svo sorglegur. Og allra sorglegast þykir mér að sjá börn og unglinga feita. Því ég veit alveg hvað bíður þeirra ef þau snúa ekki við blaðinu. Feitur krakki verður enn feitari fullorðinn.

Sjálf var ég ekki feit sem krakki, komu nokkur tímabil sem ég gat kannski kallast smá þybbin. En oftast bara venjuleg, og sjáið hvar ég er í dag.  Enda passa ég vel upp á son minn, vil ekki að hann lendi í sama vítahringnum.Vil hreyfingu og heilbrigt líferni fyrir hann frá byrjun. Sem betur fer finnst honum grænmeti og ávextir góðir. En eitt vil ég taka fram, maður verður að passa sig á hvað maður segir við krakka. Og líka hvað maður segir fyrir framan þau um þessi mál.

Þau eru svo viðkvæm, og maður gæti bara ýtt undir átröskunarsjúkdóma eða lélegt sjálfsmat ef maður passar sig ekki. Segi til dæmis ekki við son minn að ég sé í megrun eða neitt þannig. Heldur tala ég við hann um hvað er hollt og hvað ekki. Hvað er gott fyrir líkamann og fleira þannig. Hvað áhrif hin og þessi matartegund hefur á systemið og þannig. Til dæmis að prótein byggi vöðva og þannig. Enda er hann ægilega stoltur af sínum vöðvum, og sýnir hverjum sem vill sjá. Hann vill vera hraustur og sterkur. :)

Og svo læt ég hann fara mikið út að leika sér. Hérna er engin leikja tölva til að hanga í allan daginn. Og eins að kenna honum að borða ekki fyrir framan sjónvarpið. :) Ekki læra slæmu siðið mömmu sinnar takk fyrir. Það er það minnsta sem maður getur gert fyrir hann. Við verðum að vera vakandi fyrir þessu, því börnin kunna þetta ekki sjálf. ;)

En jæja ætla láta þetta blaður nægja í bili, nóg að gera hringja hringja hringja. ;) takk fyrir kommentin elskurnar mínar.

Kveðja Veiga.

Open for buissness!

Hæ hæ I am back…:)

Vá maður svo langt síðan síðast að ég veit ekki alveg hvar skal byrja, þó svo ég hafi helling að segja. Kannski byrja á að þakka fyrir þann stuðning sem mér hefur verið sýndur. Bæði kommentin og það sem fólk hefur haft samband við mig til að spurja hvort ég sé hætt að blogga. Nei ég er ekki hætt að blogga, eins og ég sagði í seinastu færslu. En ástæðan fyrir að ég hef ekki bloggað lengi er vegna veikinda. Nú er ég nokkurn vegin búin að ná mér. :) Svo here I am ;)

En svo aðeins að öðru, þó leiðindarmál sé. Ég var að skoða kommentin. Og þú sem kallar þig aðdáanda, hvurslags andskotans dónaskapur er þetta í þér. Bara skammastu þín hreinlega. Ég er hvorki móðguð né reið eða sár yfir þessum rotnu kommentum þínum. Heldur er ég hneyksluð hreinlega, og væri það jafn mikið þótt ég sæji þetta á bloggi hjá einhverjum öðrum en mér. Og svo kallaru þig aðdáanda, held þú ættir að fara og stunda smá sjálfskoðun og skoða hvernig þú kemur fram við fólk. Þér kemur NÁKVÆMLEGA EKKI RASSGAT við hvort ég hætti að bloggi, eða hætti í átaki eða hvað. Einnig kemur þér og öðrum sem hafa verið með stæla hérna ekki rassgat mín veikindi við. Þau eru hvorki til skoðunar eða umræðu hérna. Ef ég geri eða geri ekki eitthvað, þá er það mitt mál ekki ykkar. Og ég þarf engan vegin að svara til saka hérna þó svo ég fengi mér alein 18 pítsu með öllu meðlæti sem finnst.

Leggjandi orð í minn munn, og áætla hitt og þetta. Hvað er bara að þér eiginlega. Hversu vel þykist þú þekkja mig til að geta sagt að ég sé étandi rjómatertur og snakk og sælgæti hægri og vinstri. Þú veist nkl ekki rassgat um hvað ég borða yfir höfuð, ef þú vissir það þá myndir almennt vita að ég borða ekki rjómatertur hvort sem ég er í átaki eða ekki. Svei þér ljóta illgjarna sál. Fyi þá er ég búin að léttast en ekki þyngjast þó svo þú haldir annað. Þó ég bloggi ekki þá er það ekki sama sem merki á að ég sé hætt í átaki. Og þó svo ég taki mér frí frá átaki, þá er það ekki samasem merki á að þá stundi ég ofát. Og þó svo ég gerði það þá kemur þér það ekki við.

Meira tjái ég mig ekki um afskiptasemi og frekju fólks sem þekkir ekki sín mörk. Ég tel mig vita hver þú ert ‘’aðdáandi'’ og eins og á er.is þá hef ég ekki áhuga á að tala við þig meir. Þú ert ekki þess virði, þú ert dóni og frekja sama hvar þú kemur. Og framvegis verða öll þín komment hér flokkuð sem rusl, og verða ekki birt svo DON´T BOTHER!

Og aftur að ykkur raunverulegu stuðningsfólki og aðdáendum. Mér þótti mjög vænt um að sjá hvað margir eru að fylgjast með og hve margir sækja stuðning í bloggið. Eins og þið sjáið þá tók ég út matseðilinn, þyngdarmælingarnar og líkamsræktina. Ég bara nenni ekki að standa í leiðindum. Ákvað bara að breyta blogginu aðeins og hafa bara það sem er núna. Vonandi lýst ykkur vel á. :)

Annars er ég búin að fá mér crosstrainer, vó hvað hann er erfiður. Og þolið hjá mér ekki neitt, maður er bara eins og reykingamanneskja ég get svo svarið það. En byggi þetta upp smátt og smátt. Það er ekki eins og ég þurfi að skila tækinu hehe. Mig er búið að langa í svona í 10ár og lét loks verða af því, og er svakalega stolt af gripnum. Hérna er mynd.

http://www.fitham.cz/imgs_eshop_data/f6d4b257-v_307_big.jpg

Hann er með prógrömmum og púlsmæli og öllu bara. Ægilega flottur. Reyndar fékk ég hræðilega í bakið fyrsta, en lét það ekki stoppa mig í að fara aftur á hann. Er búin að vera reyna finna út hvenær hentar mér best að æfa á honum. Prufaði fyrir morgunmat í morgun, og omg ég geri það aldrei aftur. Bara svimaði og langaði að gubba eftir smá tíma. Fór svo skjálfandi að borða morgunmatinn. En þetta kemur ásamt úthaldinu. Þegar ég var að lyfta og æfa eftir að sonur minn fæddist, þá fór ég létt með að vera 20mín á göngubretti. Greinilega farið mikið aftur á þessum rúmu 6árum. :( En well er að bæta fyrir það núna. :D

Já svo fór ég til doksa fyrir stuttu. Og hann setti mig á sterkari reductil, hitt var hætt að virka á mig. Ég finn ekki mikla verkun núna, kannski kemur það á endanum. Lengur að finna fyrir áhrifum núna. Svo já fékk ég bjúglyf, var komin með svo mikinn bjúg að ég var orðin bólgin á ristinni alveg fram að tám. En er farin að sá aftur í sinar og æðar, svo cool með það. :) Já svo keypti ég mér svona samsett hylki husk trefar og acidophyllus. Fíla ekki að taka mikið magn af töflum, reyna að minnka þetta svona. Svo keypti ég líka fjölvítamín, og er að pæla í að bæta við omega 3-6-9 og hörfræjarolíu. Finn að ég er að þorna upp aftur þótt svo ég sé að drekka nóg af vatni. Nefndi þetta vandamál við læknin og hann var eiginlega bara bit. En ég fer til gigtarlæknis í haust, og kannski kemur í ljós hjá honum afhverju þetta er. Allavega vonandi :)

En burtséð frá þessu þá var hann mjög ánægður með púlsinn og blóðþrýstinginn, svo það er all good. Heppin að lenda ekki í því eins og sumt fólk sem fer á reductil. Veit um 1-2 stelpur sem sögðu mér frá að hann rauk upp hjá þeim, og var vandamál að ná honum niður. Svo mikið hjá einni að læknirinn vildi leggja hana inn. Kannski er ég heppinn að því leyti að hann var mjög lágur hjá mér áður, næstum of lágur. Og kólesterólið mjög fínt og allt það.

Well þetta fer að nálgast ritgerð, svo ég ætla láta staðar numið núna. Þó svo ég gæti haldið áfram þó nokkuð lengi, er sodddan blaðrari. Bara er orðið svo illt í bakinu, og það er ekki gott að sitja við tölvu og pikka svona stöðugt þegar manni er illt. Guði sé lof fyrir íbúfen hehe. Vona að þið hafi notið vel, þrátt fyrir reiðilesturinn. ;) Gangi ykkur innilega vel sem eruð í átaki eða á leið í átak. Við getum þetta vel, við vitum það öll. :) Húrra fyrir okkur WHOO HOOO. :D

Kveðja Veiga.